Til að mæla PSA-gildi þarf að fara í blóðprufu hjá lækni.
Til að mæla PSA-gildi þarf að fara í blóðprufu hjá lækni. — Ljósmynd/Unsplash, Yunus Tug

Fyrstu skrefin til að kanna hvort maður gæti verið með blöðruhálskirtilskrabbamein er ekki flókið en vefst engu að síður fyrir mörgum. Fyrst er að hafa samband við til dæmis heimilislækni og biðja um að mæla PSA-gildi. Í lauslegri athugun og samtölum við karla koma stundum upp afsakanir. Þær má ekki leiða hjá sér heldur sýna þeim fullan skilning því fæstir eru að gera sér upp óöryggi eða jafnvel hræðslu. Ef niðurstaðan úr PSA er svo lág að engin ástæða sé til að fara lengra með þetta, þá er hægt að ganga glaður og sperrtur út í lífið. Jafnvel svo brattur að hvetja aðra til að taka þessi fyrstu skref. Næsta sem gerist er eftir að rannsóknarstofan er búin að fá niðurstöðu um hvað PSA-gildið er hátt. Þá hefur læknir eða krabbameinslæknir samband og fundur með þeim er ákveðinn. Í framhaldinu ákveður læknirinn að taka sýni og/eða senda í skanna en það er ekki svo vont miðað við að gera ekki neitt. Það verður

...