„Ég hef alltaf borið taugar til þessara verðlauna,“ segir hinn norski Niels Fredrik Dahl sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 fyrir bókina Fars rygg. „Sem lesandi og sem rithöfundur hef ég alltaf fylgst vel með Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs
Viðtal
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég hef alltaf borið taugar til þessara verðlauna,“ segir hinn norski Niels Fredrik Dahl sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 fyrir bókina Fars rygg.
„Sem lesandi og sem rithöfundur hef ég alltaf fylgst vel með Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Höfundarnir eru tilnefndir í langan tíma, næstum heilt ár, sem gerir okkur kleift að kynnast því sem dómnefndirnar telja meðal þess besta í norænum bókmenntum. Það hefur gefið mér tækifæri til að lesa bókmenntir sem ég hefði ekki annars lesið og kannski fyrr en ég hefði annars gert,“ segir hann.
„Bara það að vera tilnefndur er mikill heiður. Svo var það toppað
...