30% hærri landsframleiðsla myndi skila um 550 ma.kr. viðbótartekjum til ríkis og sveitarfélaga árlega miðað við sömu skatthlutföll.
Guðjón Sigurbjartsson
Guðjón Sigurbjartsson

Guðjón Sigurbjartsson

Boltinn er nú hjá okkur kjósendum. Okkar er að velja stjórnmálaflokka með stefnur sem duga. Efnahagsmálin eru þungamiðjan í því sem gera þarf. Spurningin er hvernig best er að haga málum til framtíðar og velja flokka sem ráða við verkefnið.

Stóru viðfangsefnin

Við erum fá í stóru, köldu landi. Þó að tekjur landsins, eða verg landsframleiðsla (VLF) á mann, séu tiltölulega góðar og skatthlutföll há nægja tekjur ríkis og sveitarfélaga ekki til að standa vel undir þeirri þjónustu sem æskileg er. Það vantar nokkur hundruð milljarða króna árlega til dæmis í samgöngur, heilbrigðismál, lífeyristryggingar og menntamál.

Auk þessa er kostnaður við lífsframfæri fólks, fæði, klæði, húsnæði og samgöngur, sá hæsti í heimi. En reyndar er jöfnuður á Íslandi sá

...