Árni Sigurðsson
Athafnaskáldin eru hreyfiafl samfélagsins en liggja oft vel við höggi ef örlögin bregða fyrir þau fæti. Og þegar vel vegnar er stutt í tortryggni og allt þakkað heppni eða réttum samböndum. Grundvallarsannleikurinn vill gleymast: Sönn velgengni sprettur af því að finna lausnir þar sem aðrir sjá bara vandamálin og veita þjónustu sem aðrir sjá hag í að greiða fyrir. Vanmetnir frumkvöðlar og aðrir brautryðjendur eru hetjurnar sem móta framtíð okkar.
Tækifærissinnar?
Hugmyndin að allir athafnamenn séu klókir tækifærissinnar – eða enn verra, bara bófar – er leifar fortíðar, frá tímum sem við höfum lagt að baki. Þessi úrelti stimpill er ekki aðeins ósanngjarn heldur einnig hættulegur. Hann dregur úr virðingu fyrir þeim sem stuðla að hagkvæmni, hagvexti og samfélagslegum framförum. Þegar við lítum á
...