Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir fæddist 7. nóvember 1974 á Landspítalanum og ólst upp í Ási í Laxárdal í Dalasýslu. „Ég ólst því upp í sveit en sauðfjárbúskapur var á heimilinu þar til ég var um 10 ára.“ Hanna flutti til Reykjavíkur…
Fjölskyldan Hanna og Freyr ásamt þremur börnum, tengdadætrum og tveimur af fimm barnabörnum.
Fjölskyldan Hanna og Freyr ásamt þremur börnum, tengdadætrum og tveimur af fimm barnabörnum.

Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir fæddist 7. nóvember 1974 á Landspítalanum og ólst upp í Ási í Laxárdal í Dalasýslu.

„Ég ólst því upp í sveit en sauðfjárbúskapur var á heimilinu þar til ég var um 10 ára.“

Hanna flutti til Reykjavíkur tæplega 16 ára til að fara í framhaldsskóla og varð Fjölbrautaskólinn við Ármúla fyrir valinu. Hún lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1995 af náttúrufræðibraut ásamt því að taka verslunarpróf samhliða. „Eftir stúdentspróf vann ég í fjögur ár í bókhaldi hjá Hans Petersen. Ég flutti svo til Grundarfjarðar haustið 2000 og starfaði þar í einn vetur sem leiðbeinandi í grunnskólanum.“

Haustið 2001 hóf Hanna svo nám í viðskiptalögfræði í Háskólanum á Bifröst en það var þá nýtt nám og var hún í fyrsta árganginum sem útskrifaðist með BS-próf í

...