Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir fæddist 7. nóvember 1974 á Landspítalanum og ólst upp í Ási í Laxárdal í Dalasýslu.
„Ég ólst því upp í sveit en sauðfjárbúskapur var á heimilinu þar til ég var um 10 ára.“
Hanna flutti til Reykjavíkur tæplega 16 ára til að fara í framhaldsskóla og varð Fjölbrautaskólinn við Ármúla fyrir valinu. Hún lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1995 af náttúrufræðibraut ásamt því að taka verslunarpróf samhliða. „Eftir stúdentspróf vann ég í fjögur ár í bókhaldi hjá Hans Petersen. Ég flutti svo til Grundarfjarðar haustið 2000 og starfaði þar í einn vetur sem leiðbeinandi í grunnskólanum.“
Haustið 2001 hóf Hanna svo nám í viðskiptalögfræði í Háskólanum á Bifröst en það var þá nýtt nám og var hún í fyrsta árganginum sem útskrifaðist með BS-próf í
...