Sigríður Steingrímsdóttir fæddist 20. nóvember 1933. Hún lést 14. október 2024.

Útför hennar fór fram 25. október 2024.

Amma Sigga var jákvæð og kraftmikil kona sem kenndi mér margt um lífið. Ég man sérstaklega eftir því þegar hún hringdi í mig sumarið þegar ég varð 17 ára og spurði hvort ég gæti ekki séð um að slá grasið í garðinum hennar. Ég áttaði mig fljótt á því að ég væri óþarfur þar sem hún, þá áttræð, hljóp hringi kringum mig í garðinum, skar kanta, snyrti beðin og kom færandi hendi með mat og drykk, sem var lýsandi fyrir dugnað hennar og kraft. Þessar heimsóknir urðu fljótt svo tíðar að þær fóru að snúast meira um kaffi og pönnukökur en að slá það litla gras sem óx á milli þeirra. Yfir kaffinu kenndi amma mér margt, en fyrst og fremst hvað jákvæðni og gleði stækkar lífið. Amma stækkaði líka líf allra sem fengu að kynnast henni,

...