„Jóhann Pétur var hláturmildur og skarpgáfaður,“ segir Ólafur Garðarsson lögmaður. Afhentir voru í gær styrkir úr Minningarsjóði Jóhanns Péturs heitins Sveinssonar lögfræðings. Hann var forðum formaður Sjálfsbjargar og lét til sín taka í baráttu- og réttindamálum. Sjálfsbjörg er 65 ára um þessar mundir og það hefði Jóhann Pétur einnig orðið. Þrátt fyrir fötlun af völdum liðagigtar lét hann fátt stöðva sig; hann nam lögfræði við Háskóla Íslands, gerðist síðan lögmaður og var virkur í ýmsu félagsstarfi.
Jóhann Pétur lést í september 1994. „Hann lifði mun lengur en læknar töldu mögulegt. Vil ég meina að hans létta lund og bjartsýni hafi átt þar drjúgan þátt,“ sagði Ólafur Garðarsson við úthlutunina í gær.
Markmiðið með Minningarsjóði Jóhanns Péturs hefur jafnan verið að styrkja fólk með fötlun til náms og bæta
...