Ef fiskeldisgreinin fær að vaxa og dafna mun hún skila miklum útflutningstekjum komandi ár og vissulega ríkulegum skatttekjum.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
„Við erum að tala um sanngjörn, réttlát, auðlindagjöld á sjávarútveg, fiskeldi, ferðaþjónustu og orku. Þetta eru leiðir sem nágrannar okkar á Norðurlöndunum, sérstaklega í Noregi, hafa farið og samfélagsleg sátt er um.“ Þetta sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Heimi Má Pétursson á Stöð 2. Hún ítrekaði þetta svo í leiðtogakappræðum á RÚV á föstudagskvöldið.
Okkur, sem fylgjumst vel með sjávarútvegi og fiskeldi, finnst þetta nokkur tíðindi og fögnum því að fá skýra stefnu frá flokkum. Fyrirsjáanleiki er mikilvægur í þessum greinum. En hvernig er þetta gert í draumalandinu Noregi og hvernig er samanburðurinn við íslenska kerfið?
Staðan í Noregi
Í Noregi er ekkert auðlindagjald í sjávarútvegi. Það
...