Skáldsaga Veðurfregnir og jarðarfarir ★★★½· Eftir Maó Alheimsdóttur. Ós pressan, 2024. Kilja, 220 bls.
Bækur
Einar Falur
Ingólfsson
Sagan hefst á stuttum, munúðarfullum og ljóðrænum kafla þar sem Lena, sem segir frá, og Fannar elskhugi hennar eru á göngu á fjöllum. Hún veit að Fannar er á förum til Frakklands, þar sem hann býr, viðskilnaðartilfinningin er sterk og í myndríkum textanum er náttúran persónugerð og athyglinni sérstaklega beint að jöklum og skýjum. Fannar segist vera að gera bók um ský sem hann teiknar, segist kannski ætla að sýna Lenu teikningarnar, hann hefur eitthvað að fela, er lesandanum gefið í skyn, og það dimmir á sviðinu þar sem „kvöldskuggar byrja að falla á völundargöng hraunsins“. Og þegar parið kemur að bústaðnum þar sem þau dvelja „kemur þungt hljóðþétt myrkur
...