Viðtal
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
„Tár falla í vinafang. Eins og kokteilar fram af borðbrún. Hlæjandi. Öskrandi.“ Þetta er brot úr ilmljóðinu „Blómstur“ eftir Jónsa úr Sigur Rós og gefur okkur innsýn í hugmyndafræði sýningarinnar Faux Flora sem verður opnuð á morgun í National Nordic Museum í Seattle. Að sýningunni standa systkinin Jónsi, Lilja, Ingibjörg og Sigurrós Elín Birgisbörn. Um er að ræða alltumlykjandi innsetningu þar sem hljóð, vídeóverk, ljósmyndir, skúlptúrar og ilmir mynda saman eina heildræna upplifun. Systkinin reka saman ilmgerðina Fischersund og eru öll listamenn á ólíkum sviðum, Lilja er ljósmyndari og myndlistarmaður, Inga er vídeólistamaður og myndlistarmaður, Jónsi er tónlistarmaður, myndlistarmaður og ilmhönnuður og Sigurrós er
...