Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Athena Ragna Júlíusdóttir er áberandi í auglýsingherferð frá Sif Jakobs skartgripahönnuði í aðdraganda jóla, en á bak við myndirnar er skemmtileg saga sem nær aftur til loka 20. aldar. „Ég vann sem fyrirsæta í um áratug frá tólf ára aldri og tók nýlega upp þráðinn á ný,“ segir hún. „Það er mjög gaman að sjá andlitið mitt úti um allt. Ég hef líka setið fyrir með strákunum mínum í barnalínu Najell, sem er verið að auglýsa hérna í Svíþjóð.“
Undanfarin tæp 15 ár hefur Athena búið í Danmörku og Svíþjóð. Hún er gift og tveggja barna móðir í Malmö og vinnur sem verkefnastjóri við Háskólasjúkrahúsið á Skáni, sem er bæði í Lundi og Malmö en sinnir fyrirsætustörfum í hjáverkum. Sem barn og unglingur á Akranesi samdi hún mörg ljóð og fékk meðal annars
...