Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur bæði A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar nemi 1.246 milljónum króna á næsta ári samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins sem lögð var fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu í gær.

Í áætluninni er gert ráð fyrir auknum rekstrarafgangi Hafnarfjarðarbæjar á næsta ári. Stefnt er að því að rekstur A-hlutans fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæður um 3.564 milljónir króna og afkoma A-hluta jákvæð um 314 milljónir króna.

...