Olav Chen, forstöðumaður hjá norska eignastýringarfyrirtækinu Storebrand, metur horfur á heimsmörkuðum almennt mjög jákvæðar. Svipp- sigur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta mun líklega draga úr líkum þess að Trump sæki fram með tollum og viðskiptastríði gagnvart Evrópu
Heimsmarkaðir Olav Chen er forstöðumaður hjá Storebrand, sem er stærsta eignastýringarfyrirtækið í Noregi.
Heimsmarkaðir Olav Chen er forstöðumaður hjá Storebrand, sem er stærsta eignastýringarfyrirtækið í Noregi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Viðtal

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Olav Chen, forstöðumaður hjá norska eignastýringarfyrirtækinu Storebrand, metur horfur á heimsmörkuðum almennt mjög jákvæðar. Svipp-
sigur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta mun líklega draga úr líkum þess að Trump sæki fram með tollum og viðskiptastríði gagnvart Evrópu. Vandræðagangur norsku krónunnar hefur blásið lífi í Evrópuumræðu
þar í landi en hann telur farsælast fyrir landið, sem er lítið og opið hagkerfi, að geta stýrt eigin peningastefnu.

„Verðbólga hefur lækkað víðast hvar um heim og seðlabankarnir eru að draga úr taumhaldinu. Heilt yfir metum við horfur á mörkuðum mjög jákvæðar. Til marks um það erum við yfirvigtaðir í hlutafjárfestingum, bæði í Noregi og á heimsmörkuðum, sem og á nýmörkuðum (e. emerging markets). Þá erum

...