Kiwanis Eyþór K. Einarsson, formaður K-dagsnefndar, afhenti styrkinn. Við hlið hans eru fv. og núverandi umdæmisstjórar, þau Jóhanna M. Einarsdóttir, Björn B. Kristinsson og Guðlaugur Kristjánsson.
Kiwanis Eyþór K. Einarsson, formaður K-dagsnefndar, afhenti styrkinn. Við hlið hans eru fv. og núverandi umdæmisstjórar, þau Jóhanna M. Einarsdóttir, Björn B. Kristinsson og Guðlaugur Kristjánsson.

„Þetta er ómetanlegur styrkur og sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma fengið, fór langt fram úr því sem okkur dreymdi um að fá,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna, en félagið tók nýverið á móti 45 milljóna króna styrk frá Kiwanishreyfingunni á Íslandi. Um er að ræða andvirði sölu á K-lyklinum fyrr á þessu ári.

Gjöfin var afhent með formlegri athöfn í húsnæði Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi. Á umdæmisþingi Kiwanis í fyrra var ákveðið að allur afrakstur af sölu K-lykilsins rynni til Einstakra barna en 50 ár eru liðin síðan lykillinn var fyrst seldur. Í tilkynningu frá Kiwanis segir m.a. að sú ákvörðun hafi verið í góðu samræmi við meginmarkmið Kiwanis um að bæta líf barna í heiminum.

Kiwanisfélagar seldu K-lykilinn í og við verslunarmiðstöðvar og lögðu til fé úr sínum styrktarsjóðum. Þeir

...