Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson, taka þátt í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 4.-8. nóvember. Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er dagskrá heimsóknarinnar…

Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson, taka þátt í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 4.-8. nóvember.

Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er dagskrá heimsóknarinnar unnin í nánu samstarfi við fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún er með hefðbundu sniði og felur í sér áheyrnarþáttöku í allsherjarþinginu auk heimsókna í stofnanir SÞ o.fl.

Alþingismenn hafa sótt allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um langt árabil. Hlé var gert í tvö ár vegna heimsfaraldursins.

Venjan hefur verið sú að fjórir þingmenn hafa sótt allsherjarþingið ár hvert. Að þessu sinni fóru bara tveir utan, enda stutt í kosningar til Alþingis.

Á undanförnum árum hafa þingmennirnir einnig farið til Washington DC þar sem

...