Í hraða nútímans og alls þess áreitis sem fólk finnur fyrir flesta daga, þá er þetta virkilega kærkomið fyrir marga. Við getum nefnilega gert svo margt til að láta okkur líða betur, og eitt af því er að fara í tónheilun
Trommu- og slagverksleikari Hér spilar Daníel á handpan í Eden og að baki honum eru tvö heldur betur vegleg gong.
Trommu- og slagverksleikari Hér spilar Daníel á handpan í Eden og að baki honum eru tvö heldur betur vegleg gong. — Morgunblaðið/Kristín Heiða

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Í hraða nútímans og alls þess áreitis sem fólk finnur fyrir flesta daga, þá er þetta virkilega kærkomið fyrir marga. Við getum nefnilega gert svo margt til að láta okkur líða betur, og eitt af því er að fara í tónheilun. Enginn tími er eins og annar, upplifunin aldrei sú sama. Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef nokkurn tíma unnið,“ segir tónheilarinn, reikimeistarinn og tónlistarmaðurinn Daníel Þorsteinsson, eða Danni, sem leiðir tónheilun ásamt konu sinni Kolbrúnu Ýri Gunnarsdóttur hjá Eden, jógastöð sem er til húsa við Rafstöðvarveg í Ártúnsbrekku í Reykjavík.

„Hér í bragganum er mjög góður hljómur, hann er að hluta til grafinn inn í jörðina. Þetta er gamall hermannabraggi frá stríðsárunum og þjónaði áður sem kartöflugeymsla

...