Blöðruhálskrabbamein uppgötvast stundum fyrir tilviljun svo það er gott fyrir alla karla eldri en 50 ára að láta árlega athuga PSA-gildi og karlar upp úr 40 ára þegar saga um krabbamein er í ættinni. Þó er mikilvægt að hafa í huga að PSA-próf segir ekki til um krabbamein heldur hvort það sé bólga í blöðruhálskirtli. Það gæti síðan gefið vísbendingu en stundum fer PSA-gildið hátt, jafnvel mjög hátt en samt er ekkert krabbamein.
Helstu einkenni:
• Oftast eru engin einkenni.
• Þvagtregða. Erfiðleikar að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna, dropar í lok þvagbunu og/eða erfitt að tæma
...