Tímamót verða á Grænlandi 28. nóvember þegar Tuukkaq, A330 Airbus-farþegaflugvél Air Greenland, lendir í fyrsta skipti á nýrri 2.200 metra langri flugbraut á flugvellinum í Nuuk sem verður formlega opnuð þann dag en til þessa hafa stórar farþegaflugvélar ekki getað lent á flugvellinum
Flugstöð Ný og glæsileg flugstöð hefur verið byggð í Nuuk til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna til landsins.
Flugstöð Ný og glæsileg flugstöð hefur verið byggð í Nuuk til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna til landsins. — AFP/James Brooks

Baksvið

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Tímamót verða á Grænlandi 28. nóvember þegar Tuukkaq, A330 Airbus-farþegaflugvél Air Greenland, lendir í fyrsta skipti á nýrri 2.200 metra langri flugbraut á flugvellinum í Nuuk sem verður formlega opnuð þann dag en til þessa hafa stórar farþegaflugvélar ekki getað lent á flugvellinum.

Auk flugbrautarinnar hafa verið reist ný flugstöð og flugturn í Nuuk. Air Greenland hefur þegar boðað beint áætlunarflug milli Nuuk og Kaupmannahafnar og fleiri borga í Danmörku og bandaríska flugfélagið United Airlines áformar að fljúga beint tvisvar í viku milli Nuuk og New York í sumar.

Þá er einnig áformað að opna nýja flugbraut í Ilulissat árið 2026 en bærinn er 572 km fyrir norðan Nuuk. Loks

...