„Sumir þeirra manna sem ég hitti reglulega glíma við krabbamein í blöðruhálskirtli og afleiðingar þess. Algengustu afleiðingar meðhöndlunar á því eru þvagleki og risvandi og getur sjúkraþjálfun gagnast mönnum mikið við að flýta fyrir bata og koma í veg fyrir síðbúnar afleiðingar sem haldast í hendur við meðferðina. Sjúkraþjálfunin felur til dæmis í sér fræðslu um mikilvægi grindarbotnsæfinga sem og hluti sem hægt er að gera til að flýta fyrir því að þeir öðlist getuna til að ná risi aftur,“ segir Lárus Jón Björnsson sjúkraþjálfari.
Lárus og Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur verða með námskeiðið Kynlíf og nánd fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra 16. nóvember í Forvarnarmiðstöðinni. „Vinnusmiðjan er fyrir pör til að efla kynheilsuna. Minn þáttur í námskeiðinu snýr
...