Því ekki að mynda tvær blokkir?
Guðm.jónas Kristjánsson
Guðm.jónas Kristjánsson

Guðm.jónas Kristjánsson

Þegar farið er á kjörstað sem kjósandi á kosningadegi vill maður helst vita nokkuð fyrir fram hvers konar stjórnarfar maður er að kjósa næsta kjörtímabil sem telur fjögur ár. Svo er alls ekki fyrir að fara hér á Íslandi eins og í okkar nágrannalöndum, t.d. Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hvað þá t.d. í Bretlandi, Þýskalandi já og í Bandaríkjunum! Í öllum þessum löndum skiptast flokkar í tvær blokkir, til hægri og vinstri, þannig að kjósandinn veit nokkurn veginn hvers konar stjórnarfar viðkomandi er að kjósa. Alla vega alls ekki yfir hinn þverpólitíska ás eins og síðustu sjö árin á Íslandi þar sem Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir, miklir grundvallarandstæðingar í pólitík, mynduðu ríkisstjórn. Enda útkoman eftir því sem endaði með ósköpum vægast sagt!

Já því ekki að mynda svona tvær blokkir? Til hægri væru t.d. hin

...