Kvöldstund með kvikmyndagerðarkonunum Guðnýju Halldórsdóttur og Kristínu Pálsdóttur verður í Bíó Paradís í kvöld. Dagskrá hefst kl. 17 með „pöbb kviss“ um konur í íslenskri kvikmyndagerð. Því næst verður sýnd ný stafræn endurgerð á kvikmyndinni Skilaboð til Söndru sem Kristín leikstýrði og er gerð eftir samnefndri sögu Jökuls Jakobssonar. Sýningin hefst kl. 19. Að sýningu lokinni hefst svo kvöldstund með kvikmyndagerðarkonunum Dunu (Guðnýju Halldórsdóttur) og Kristínu Pálsdóttur undir stjórn Guðrúnar Elsu Bragadóttur og Kristínar Svövu Tómasdóttur. Þá verður hin nýútkomna bók, Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu, til sölu á viðburðinum. Um er að ræða nýjan dagskrárlið í Bíó Paradís þar sem þekkt andlit úr kvikmyndamenningunni eru með áhorfendum á sýningum eða frumsýningum kvikmynda.