Matthildur Ásmundardóttir
Í dag fagnar hjúkrunarheimilið Skjólgarður 50 ára afmæli, en heimilið var tekið formlega í notkun 8. nóvember árið 1974.
Elli- og hjúkrunarheimilinu var komið á fót með samstilltu átaki margra aðila en óhætt er að eigna stærsta heiðurinn af tilkomu þess Sambandi austur-skaftfellskra kvenna. Stefnan var ávallt sú að hefja starfsemina í nýju húsi sem myndi henta starfseminni en til að flýta fyrir opnun keypti sýslusjóður eitt Viðlagasjóðshúsanna, Hvannabraut 3, og leigði annað, Hvannabraut 5, undir rekstur elli- og hjúkrunarheimilis. Húsin stóðu hlið við hlið, 120 fermetrar að grunnfleti hvort. Enn fremur skipaði sýslunefnd nefnd til þess að annast rekstur heimilisins. Það var síðan 8. nóvember 1974 sem Elli- og hjúkrunarheimili Austur-Skaftafellssýslu var formlega tekið í notkun. Þá höfðu þegar fæðst þar fimm börn og öllum
...