Smáforritið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu á dögunum hin alþjóðlegu Red Dot-hönnunarverðlaun í flokknum Brands & Communication Design. Red Dot-verðlaunin eru að sögn Ástu Kristjánsdóttur, stofnanda og eiganda Regns, ein þau virtustu á sviði hönnunar
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Smáforritið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu á dögunum hin alþjóðlegu Red Dot-hönnunarverðlaun í flokknum Brands & Communication Design. Red Dot-verðlaunin eru að sögn Ástu Kristjánsdóttur, stofnanda og eiganda Regns, ein þau virtustu á sviði hönnunar.
Alls bárust dómnefndinni innsendingar frá 57 löndum. Fulltrúar Regns og Kolibri voru viðstaddir þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín.
...