„Við Íslendingar tölum örtungumál en það er eins og við séum alltaf að grafa undan því. Við erum með staðfest dæmi um að skólasafnskennarar hafi verið að betla í foreldrafélögum um að styrkja skólabókasöfnin til að geta keypt bækur
Bókasafn Niðurskurður á skólabókasöfnum kemur verst við þá efnaminni.
Bókasafn Niðurskurður á skólabókasöfnum kemur verst við þá efnaminni. — Morgunblaðið/Styrmir Kári

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Við Íslendingar tölum örtungumál en það er eins og við séum alltaf að grafa undan því. Við erum með staðfest dæmi um að skólasafnskennarar hafi verið að betla í foreldrafélögum um að styrkja skólabókasöfnin til að geta keypt bækur. Það er mjög alvarlegt þegar grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands.

Margrét kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu sumra skólabókasafna hér á landi. Fjallað var um það í Morgunblaðinu um liðna helgi að Reykjavíkurborg hefði skorið niður fé til bókakaupa fyrir söfnin. Blaðinu hefur borist fjöldi ábendinga í kjölfarið, bæði um bágt ástand en einnig að í sumum skólum sé vel staðið að málum. Ábendingarnar ná til fjölda sveitarfélaga. Svo virðist sem ástandið fari mikið til eftir eldmóði einstakra starfsmanna og áherslum skólastjórnenda.

Margrét segir

...