Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola tap, 78:70, fyrir sterku slóvakísku liði í undankeppni Evrópumótsins 2025 í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi. Ísland er stigalaust eftir þrjá leiki í F-riðli
Innkoma Danielle Rodriguez í baráttunni í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi í sínum fyrsta landsleik fyrir Ísland gegn Slóvakíu í undankeppni EM.
Innkoma Danielle Rodriguez í baráttunni í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi í sínum fyrsta landsleik fyrir Ísland gegn Slóvakíu í undankeppni EM. — Morgunblaðið/Karítas

Undankeppni EM

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola tap, 78:70, fyrir sterku slóvakísku liði í undankeppni Evrópumótsins 2025 í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi.

Ísland er stigalaust eftir þrjá leiki í F-riðli. Slóvakía er með tvo sigra og eitt tap í öðru sæti. Tyrkland sigraði Rúmeníu, 101:54, á heimavelli í hinum leik riðilsins í gær. Tyrkland er með fullt hús en Rúmenía einn sigur og þrjú töp í þriðja sæti.

Þrátt fyrir úrslitin var ansi margt jákvætt hjá ungu íslensku liði í gærkvöldi, sem gaf því slóvakíska lítið eftir stóran hluta leiks.

Íslenska liðið byrjaði með látum og náði mest tólf stiga forskoti strax í fyrsta

...