Olaf Scholz
Olaf Scholz

Þriggja flokka stjórn Olafs Scholz féll eftir að hann rak Christian Lindner fjármálaráðherra og leiðtoga Frjálslyndra demókrata (FDP). Scholz leitar nú stuðnings við minnihlutastjórn þýskra sósíaldemókrata (SPD) og græningja og kallar eftir atkvæðagreiðslu um traust slíkrar stjórnar 15. janúar nk. Ef það gengur ekki eftir yrði að rjúfa þing innan 21 dags og boða til kosninga innan 60 daga.

Minnihlutastjórn getur ekki sett löggjöf án stuðnings stjórnarandstöðuflokka og í gær hitti Scholz Friedrichs Merz leiðtoga kristilegra demókrata (CDU/CSU). Líklegt þykir þó að vantrauststillaga á minnihlutastjórn Scholz verði lögð fram fljótlega. Það er því líklega mikilla breytinga að vænta á þýska stjórnarheimilinu.