Þreyttu stjórnarsamstarfi lýkur með hvelli

Þýska stjórnin er sprungin. Óeiningin í stjórnarsamstarfi sósíaldemókrata, græningja og frjálsra demókrata hefur blasað við svo mánuðum skiptir.

Má segja að atburðarásin minni á stjórnmálin hér á landi og fall ríkisstjórnarinnar í liðnum mánuði. Í Þýskalandi var það þó þannig að Olaf Scholz, kanslari og formaður sósíaldemókrata, rak Christian Lindner, formann frjálsra demókrata, úr embætti fjármálaráðherra. Með honum fóru tveir ráðherrar til viðbótar, en fjórði ráðherrann ákvað að yfirgefa flokkinn og halda stólnum.

Stjórnarflokkarnir mælast ekki hátt í skoðanakönnunum um þessar mundir og Scholz vill því ekki að gengið verði til kosninga strax. Hann er með hugmyndir um tveggja flokka minnihlutastjórn, sem taki ákvarðanir í skjóli kristilegra demókrata. Stjórnarsamstarfinu verði síðan slitið í janúar með atkvæðagreiðslu um vantraust og kosið

...