Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Að setjast aftur á skólabekk er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Viðmótið var frábært og líka leiðbeinendur. Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám, eftir að hafa starfað við sýningagerð í tuttugu ár, er sú að í heimsfaraldri fór allt á pásu hjá sjálfstætt starfandi listafólki, svo ég ákvað að henda mér í skóna og skella mér í skóla,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, sem útskrifaðist nýlega úr meistaranámi í sýningagerð frá Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni hans er sýningin Móska / Haze, þar sem hann dregur fram verk þriggja kvenna, Gabríelu Friðriksdóttur, Katrínar Þorvaldsdóttur og Kjuregej Alexöndru Argunova.
„Að taka námið föstum tökum var góð viðbót fyrir mig, starfandi leikstjóra og kvikmyndagerðarmann sem hefur unnið
...