60 ára Peter Weiss er forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða og orðinn mikill Vestfirðingur.
Hann fæddist og ólst upp í Bæjaralandi, nálægt tékknesku landamærunum, en var á níunda áratugnum í námi í Kíl í Slésvík-Holtsetalandi, þar sem margir Íslendingar hafa verið í námi. Hann fékk starf við háskólann í Greifswald norðaustast í fv. Þýska alþýðulýðveldinu og bjó þar á umbrotatímum 1992-1997. „Þetta var lærdómsríkur tími, múrinn fallinn, heimurinn að breytast og ég var fluttur þangað sem allt þetta gerðist, sem er ómetanlegt. Það er gott veganesti að hafa þurft að vera símalaus í fimm ár. Ég þakka þó forsjánni fyrir að hafa ekki þurft að skrifa doktorsritgerð á ritvél, það voru forréttindi að hafa verið með eigin litla tölvu.“
Árin 1987-1989 hafði hann dvalið við nám við Háskóla Íslands en 1997,
...