Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, hefur verið að spila mjög vel með félagsliði sínu Brescia í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu að undanförnu. Birkir, sem er 36 ára gamall, hefur skorað tvö mörk í síðustu fjórum…
116 Birkir Bjarnason er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 116 A-landsleiki en hann hefur ekki verið inni í myndinni hjá Hareide.
116 Birkir Bjarnason er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 116 A-landsleiki en hann hefur ekki verið inni í myndinni hjá Hareide. — Morgunblaðið/Eggert

Ítalía

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, hefur verið að spila mjög vel með félagsliði sínu Brescia í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu að undanförnu.

Birkir, sem er 36 ára gamall, hefur skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni en alls hefur hann komið við sögu í sjö leikjum með liðinu á tímabilinu til þessa.

Miðjumaðurinn gekk til liðs við Brescia á nýjan leik í ágúst á síðasta ári en hann lék einnig með liðinu frá því í janúar árið 2020 fram í ágúst árið 2021.

„Ég er loksins byrjaður að spila aftur sem er frábært,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið en Brescia situr í 7. sæti

...