1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 d6 6. a4 Ra5 7. Ba2 c5 8. c3 Rc6 9. He1 0-0 10. Ra3 Be6 11. Bxe6 fxe6 12. Rc2 De8 13. Bd2 Dg6 14. b4 c4 15. Bg5 cxd3 16. Dxd3 Rh5 17. Bxe7 Rxe7 18. He3 Rf4 19. Df1 Hf6 20. Hd1 Haf8 21. Hxd6 Dh5 22. Rce1 Hg6 23. Db5 a6 24. Dxe5
Staðan kom upp í efstu deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Alþjóðlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2.363) hafði svart gegn Birni H. Birkissyni (2.202). 24. … Rh3+! 25. Kh1 hvítur hefði orðið mát eftir 25. Kf1 Dxe5 26. Rxe5 Hxf2#. 25. … Rxf2+ 26. Kg1 Rh3+! 27. Kh1 Dxe5 og hvítur gafst upp enda drottningu undir. Dagur fékk fullt hús vinninga í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga, fimm vinninga af fimm mögulegum. Frammistaða hans samsvaraði árangri upp á 2.963 stig, sem verður að teljast harla gott!