Sérkennilegt er að tveir þeirra flokka sem hvað mesta ábyrgð bera á verðbólgu og háum vöxtum hér á landi, auk þess að hafa lökustu lausnirnar á því ástandi, mælast þessa dagana með mesta fylgið í skoðanakönnunum.
Samfylkingin og Viðreisn hafa um árabil haft mest um stjórn Reykjavíkurborgar að segja, einkum Samfylkingin, auk þess að styðjast við Pírata og ýmist Vinstri græna eða Framsóknarflokkinn. Pírötum er samkvæmt könnunum refsað fyrir ástandið, sem er eðlilegt, en Samfylking og Viðreisn sleppa.
Þessir flokkar hafa lengi haldið lóðaframboði í Reykjavík niðri og hindrað uppbyggingu á nægu íbúðarhúsnæði. Þess í stað hafa þeir boðið dýrt byggingarland á þéttingarreitum þar sem íbúðir rísa hægt og eru mjög dýrar miðað við það sem hægt væri að bjóða á nýjum svæðum.
Þetta hefur keyrt
...