Sigríður Á. Andersen
Við höfum um árabil fylgst með stríðum straumi reglna frá Evrópusambandinu sem Íslandi er gert að innleiða með einum eða öðrum hætti vegna EES-samstarfsins. Sumar reglnanna falla ágætlega að íslenskum veruleika. Aðrar síður og sumar eru beinlínis fráleitar í íslenskum aðstæðum.
Þunginn í þessu innleiðingarferli vex nú mjög ár frá ári. Fjöldi opinberra starfsmanna starfar eingöngu við undirbúning innleiðinga, við að þýða og staðfæra reglur. Margar þessara reglna leggja ekki bara miklar kvaðir á íslenskt atvinnulíf og neytendur heldur einnig mjög miklar skyldur á íslenskar eftirlitsstofnanir sem ætlað er að fylgja þessum kvöðum eftir. Óhætt er að fullyrða að í óefni sé komið á ýmsum sviðum.
Þess vegna var ánægjulegt að lesa frétt um það að nú er svo komið að jafnvel embættismönnum,
...