Einar Ingvi Magnússon
Ég fór í verslun fyrir skömmu og tók þar eftir manni sem var að tína vörur í innkaupakörfuna sína. Þegar ég kem á kassann stuttu seinna til að borga sé ég hvar maður þessi situr á stól við dyrnar. Þar sem ég kannaðist lítið eitt við manninn spurði ég hvort hann vantaði far. Þá tjáði hann mér að hann væri peningalaus, væri kominn á gistiskýli, ætti orðið ekkert nema tötraleg fötin sem hann klæddist og væri að veikjast illilega af fráhvörfum drykkjusýki. Vörurnar voru enn ógreiddar á kassanum, þar sem hann átti ekki peninga til að greiða fyrir þær.
Afgreiðslukona kom til okkar og tjáði mér að viðkomandi maður væri að bíða eftir sjúkrabíl til að fá viðeigandi hjálp.
Þetta var Íslendingur, allslaus, niðurbrotinn og sagðist vera svo syndugur að hann fengi enga fyrirgefningu. Það
...