Umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir hjá Kviku hafa skilað sér í miklum bata í rekstri fyrirtækisins á þriðja fjórðungi þessa árs. Ármann Þorvaldsson bankastjóri Kviku segir í samtali við Morgunblaðið að árangur bankans þegar kemur að kostnaði hafi…
Uppgjör Ármann Þorvaldsson bankastjóri Kviku.
Uppgjör Ármann Þorvaldsson bankastjóri Kviku. — Morgunblaðið/Hari

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir hjá Kviku hafa skilað sér í miklum bata í rekstri fyrirtækisins á þriðja fjórðungi þessa árs. Ármann Þorvaldsson bankastjóri Kviku segir í samtali við Morgunblaðið að árangur bankans þegar kemur að kostnaði hafi verið einstaklega góður síðastliðið ár þrátt fyrir mikla verðbólgu og launahækkanir.

Kvika hefur fækkað starfsmönnum talsvert á árinu eða um 10%. Þá hefur bankinn lagt mikla áherslu á að halda kostnaði í lágmarki.

„Þær krefjandi aðhalds- og hagræðingaraðgerðir sem hófust síðasta haust og hafa staðið yfir síðan hafa skilað þessum mikla árangri,“ segir Ármann.

Þóknanatekjur hækkuðu um 17%

...