Bandaríska indie-pop-dúóið Magdalena Bay tróð upp á fyrsta kvöldi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í gærkvöldi. Mikill fjöldi innlendra sem erlendra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í ár og er mikla fjölbreytni að finna í tónlistinni. Því er líklegt að allir finni eitthvað sem hentar þeirra smekk en á meðal flytjenda má meðal annars finna rokkhljómsveitina Mínus, reggísveitina Hjálma, velsku skífuþeytarana í Overmono og popphljómsveitina góðu Superserious.