Það er óviðunandi í lýðræðisríki að mál sem njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar fái ekki framgang vegna andstöðu stjórnmálaflokka eða einstakra þingmanna í ríkisstjórn. Þessi pólitíski ómöguleiki, þar sem mál eru stöðvuð þrátt fyrir almennan…
Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Það er óviðunandi í lýðræðisríki að mál sem njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar fái ekki framgang vegna andstöðu stjórnmálaflokka eða einstakra þingmanna í ríkisstjórn. Þessi pólitíski ómöguleiki, þar sem mál eru stöðvuð þrátt fyrir almennan stuðning, er ólýðræðislegur og grefur undan trausti almennings á stjórnmálum.

Dæmi um þetta er nýja stjórnarskráin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu tveir þriðju hlutar kjósenda að taka upp nýja stjórnarskrá, grundvallaða á tillögum stjórnlagaráðs. Þrátt fyrir þetta hefur Alþingi ekki klárað málið enn. Hvernig getur það talist lýðræðislegt að Alþingi hunsi vilja þjóðarinnar í svo mikilvægu máli sem stjórnarskránni?

Annað dæmi er aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt mörgum skoðanakönnunum vill meirihluti þjóðarinnar að slíkar viðræður fari fram, eða að þjóðin fái að kjósa um þær. En

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson