Ær nefnist kvenkyns sauðkind, fallegt heiti en svo flókið í beygingu að nú orðið bjarga margir sér með kind eða rolla

Ær nefnist kvenkyns sauðkind, fallegt heiti en svo flókið í beygingu að nú orðið bjarga margir sér með kind eða rolla. Þeir sem þó sýna lit geta lent í því að ganga „fram á nýdauða ær“ og lái þeim þeir sem treysta sér til. Ær, um á, frá á, til ær. Maður gengur fram á nýdauða á (og fer nú hrollur um hvern sem kynnst hefur ám).