Matthías Hafþór Angantýsson fæddist á Sauðárkróki 1. júní 1952. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Reykjavík 28. október 2024.

Foreldrar Matthíasar voru Angantýr Elínór Jónsson, f. 16.9. 1910 í Gröf í Svarfaðardal, d. 23.9. 1982, pípulagninga- og kaupmaður á Sauðárkróki, áður í Glerárþorpi á Akureyri og Málmey, og Björg Dagmar Bára Jónsdóttir, f. 19.11. 1919 í Lambanesi í Fljótum, d. 16.8. 1987, húsfreyja og mikil hannyrðakona. Systkini Matthíasar eru: 1) Lára Salóme, f. 1938, d. 2024, fyrr gift Jóni Gunnari Haraldssyni, d. 1989. Síðari sambýlismaður Láru var Snæbjörn Guðbjartsson, d. 2024. 2) Sigurgeir, f. 1939, d. 2012, fyrr kvæntur Sigríði Grétu Þorsteinsdóttur. Síðari kona hans var Þórey Jóhanna Dóra Þorsteinsdóttir, d. 2009. 3) Anton Jón Ingvar, f. 1940, kvæntur Höllu Soffíu Jónasdóttur. 4) Sigrún Stefanía Ingibjörg, f. 1943, d. 2018, fyrr í sambúð með Ingimari Vorm Kristjánssyni.

...