Hönnunarverðlaun Íslands 2024 voru afhent í ellefta sinn í Grósku í gær, fimmtudaginn 7. nóvember, en þau eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Dagurinn hófst á því að gestir fengu innsýn í þau níu …
Heiðraður Gísli B. Björnsson grafískur hönnuður.
Heiðraður Gísli B. Björnsson grafískur hönnuður.

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

Hönnunarverðlaun Íslands 2024 voru afhent í ellefta sinn í Grósku í gær, fimmtudaginn 7. nóvember, en þau eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Dagurinn hófst á því að gestir fengu innsýn í þau níu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum; Vara, Staður og Verk. Auk þess voru veitt sérstök Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Það voru þau Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt sem stýrðu samtali við tilnefnda og sáu svo um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fram fór fyrir fullum sal.

Þrír verðlaunaflokkar

Vara ársins er peysan James Cook, sem unnin er

...