Sigur Ingibjörg Sigurðardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna sigri gegn Austurríki á Laugardalsvelli í júní í sumar.
Sigur Ingibjörg Sigurðardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna sigri gegn Austurríki á Laugardalsvelli í júní í sumar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður með Frakklandi, Noregi og Sviss í riðli í A-deild Þjóðadeildar Evrópu þegar hún fer af stað á nýju ári. Dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í gær. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Leikir í Þjóðadeildinni fara fram í febrúar, apríl og maí/júní á næsta ári áður en íslenska liðið heldur til Sviss þar sem lokakeppni EM fer fram.

Liðið sem hafnar í efsta sæti riðilsins kemst áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, sem verða leikin í október á næsta ári. Úrslitin verða svo leikin í nóvember og desember, heima og að heiman. Liðið sem hafnar í öðru sæti heldur sæti sínu í A-deildinni en liðið sem hafnar í þriðja sæti fer í umspil við lið úr B-deildinni um sæti í A-deildinni. Liðið sem hafnar í fjórða og neðsta sætinu fellur í B-deildina.

...