Sögufélagið Steini á Kjalarnesi býður upp á fyrirlesturinn Hvað býr í djúpinu? sem fjallar um vatnaskrímsli á Íslandi og sjávarskrímsli við Ísland á morgun, 9. nóvember, í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi kl. 13.
Segir í tilkynningu að fyrirlesari sé Þorvaldur Friðriksson fyrrverandi fréttamaður sem gefið hafi út bók um málið. „Bókin þykir tímamótaverk því þar eru í fyrsta sinn birtar myndir af útliti þessara dýra, teiknaðar eftir sjónarvottum.“