Það er nóg að gera hjá goðsögninni Ladda og leikstjóranum Ólafi Egilssyni sem undirbúa nú leiksýninguna Þetta er Laddi, sem verður frumsýnd 7. mars á næsta ári. Þeir mættu í Skemmtilegri leiðina heim og ræddu um sýninguna á dögunum.
„Við erum að reyna að ná utan um feril Ladda í gegnum tíðina, svo maður vill halda sem flestu til haga, þó að það verði auðvitað ekki pláss fyrir allt, því Laddi hefur verið óskaplega duglegur strákur,“ sagði Ólafur. „Það verður farið í saumana á ýmsum hlutum. Sem eru kannski svona … við vorum að lesa þetta um daginn og þá áttaði maður sig á því að það var svolítið óþægilegt,“ viðurkenndi Laddi. „Að rifja upp eitthvað úr æsku.“ Nánar á K100.is.