Arnljótur Sigurjónsson fæddist á Húsavík 17. október 1926. Hann lést 30. október 2024.
Foreldrar hans voru Sigurjón Ármannsson, kennari og bæjargjaldkeri á Húsavík, f. 1896, d. 1958, og Þórhalla Bjarnadóttir, húsmóðir á Húsavík, f. 1905, d. 1969. Arnljótur átti sjö systkini; Eystein, f. 1923, d. 1995, Helgu, f. 1925, d. 2006, Bjarna, f. 1928, d. 2018, Höskuld, f. 1930, d. 2021, Þorgrím, f. 1933, Dóru, f. 1935, d. 1995, og Ármann, f. 1938.
Árið 1958 kvæntist Arnljótur eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu G. Jónsdóttur húsmæðrakennara, f. 16.8. 1927. Þau byggðu sér heimili á Húsavík í sambýli við móður Arnljóts, systur hans og systurson. Tengdamóðir hans, Ragnhildur Runólfsdóttir, flutti einnig til þeirra þegar hún varð ekkja. Árið 1986 fluttu þau hjón til Reykjavíkur og bjuggu á Grenimel og á Aflagranda 40. Dætur þeirra eru Þórhalla, f. 6.1. 1959,
...