Arnar Björnsson lagði fréttaskóna óvænt á hilluna á dögunum og það á sjálfri Hrekkjavökunni. Eftir að hafa tekið hús á hrollelskri fjölskyldu úti í bæ sendi hann boltann aftur upp í Efstaleiti, þar sem Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók við honum með…
Hættur Arnar Björnsson kveður áhorfendur.
Hættur Arnar Björnsson kveður áhorfendur. — Skjáskot

Orri Páll Ormarsson

Arnar Björnsson lagði fréttaskóna óvænt á hilluna á dögunum og það á sjálfri Hrekkjavökunni. Eftir að hafa tekið hús á hrollelskri fjölskyldu úti í bæ sendi hann boltann aftur upp í Efstaleiti, þar sem Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók við honum með þeim orðum að þetta væri síðasta vakt Arnars og þakkaði hún honum fyrir vel unnin störf í 40 ár.

Arnar var lengst af íþróttafréttamaður og það var hann sem lýsti eftirminnilegasta leik sparksögunnar; hreinum úrslitaleik Liverpool og Arsenal um enska meistaratitilinn föstudaginn 26. maí 1989. Þegar Arsenal tryggði sér langþráðan sigur í uppbótartíma varð Arnari að orði: „Tíminn að verða naumur fyrir Arsenalmenn … en hér kemur sending inn í teiginn … og hvað gerist … og Thomas … og hann skorar, hann skorar og

...