Kórinn Pétur Rögnvaldsson er nýr þjálfari kvennaliðs HK í fótbolta.
Kórinn Pétur Rögnvaldsson er nýr þjálfari kvennaliðs HK í fótbolta. — Morgunblaðið/Eggert

Pétur Rögnvaldsson er nýr þjálfari kvennaliðs HK í knattspyrnu. Pétur tekur við af Guðna Þór Einarssyni sem hætti eftir nýliðið tímabil. Pétur snýr aftur til þjálfunar eftir árspásu en hann var síðast annar af tveimur þjálfurum kvennaliðs Gróttu. Gróttuliðið var hársbreidd frá því að fara upp í efstu deild á síðasta ári. HK hafnaði í fjórða sæti 1. deildarinnar á nýliðinni leiktíð og var aðeins fjórum stigum frá því að komast upp í deild þeirra bestu.