Ásdís Jónsdóttir, fjöllistakona og lífskúnstner á Hólmavík, fæddist 16. apríl 1943. Hún ólst upp á Akureyri fyrstu árin, en bjó síðan á Ströndum, lengst í Steinadal í Kollafirði og á Hólmavík. Hún lést 28. október 2024 eftir stutta legu á hjartadeild Landspítalans.

Foreldrar Ásdísar voru Signý Sigmundsdóttir, f. 30. ágúst 1912, d. 29. maí 2004, frá Einfætingsgili í Bitru, og Jón Matthíasson, f. 15. nóvember 1903, d. 6. apríl 1970, frá Jónsseli í Hrútafirði. Þau skildu og Signý tók saman við Sigurð Franklínsson frá Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði sem varð fósturfaðir Ásdísar. Hálfbróðir hennar er Sigmundur Sigurðsson, f. 9. september 1950. Síðar kom í ljós að blóðfaðir Ásdísar er Jón Norðfjörð, f. 30. október 1904, d. 22. mars 1957, á Akureyri og eignaðist hún þá fleiri hálfsystkini.

Þann 27. ágúst 1961 giftust Ásdís og Jón Gústi Jónsson

...