Þóroddur Már Árnason fæddist á Stálpastöðum í Skorradal 9. júlí 1945. Hann lést 1. nóvember 2024.

Foreldrar hans voru Elín Sigríður Kristjánsdóttir, fædd á Ísafirði 18. ágúst 1907, dáin 9. maí 1997, og Árni Kristjánsson, fæddur á Englandi í Lundarreykjadal 18. desember 1894, d. 10. febrúar 1966. Systkini: Kristján, f. 14. febrúar 1929, d. 4. febrúar 2008, Sigrún, f. 1. október, d. 17. september 2010, Friðjón, f. 3. mars 1934, d. 15. ágúst 2004, Steingrímur, f. 30. maí 1939, Elín, f. 28. ágúst 1942, Helga, f. 16. ágúst 1948, Tómas, f. 3. júní 1950, Jón, f. 25. maí 1951.

Þóroddur flutti með foreldrum sínum að Langholti í Bæjarsveit árið 1946 og að Kistufelli árið 1947 og átti þar heima til fullorðinsára. Hann var í farskóla sveitarinnar sem tíðkaðist þá. Eftir barnaskólanám réðst hann sem vetrarmaður að Kaðalsstöðum í Stafholtstungum og sagði að

...