Víkingur úr Reykjavík vann sinn annan sigur í röð í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta í gær er liðið lagði Borac Banja Luka frá Bosníu, 2:0, á Kópavogsvelli. Víkingur vann belgíska liðið Cercle Brugge á sama velli í síðasta mánuði, en…
Mark Bakvörðurinn knái Karl Friðleifur Gunnarsson fagnar örfáum sekúndum eftir að hann kom Víkingi í 2:0 á Kópavogsvellinum í gærkvöldi.
Mark Bakvörðurinn knái Karl Friðleifur Gunnarsson fagnar örfáum sekúndum eftir að hann kom Víkingi í 2:0 á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Sambandsdeildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík vann sinn annan sigur í röð í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta í gær er liðið lagði Borac Banja Luka frá Bosníu, 2:0, á Kópavogsvelli.

Víkingur vann belgíska liðið Cercle Brugge á sama velli í síðasta mánuði, en tapaði fyrir Omonia frá Kýpur á útivelli í fyrstu umferðinni og er því með sex stig eftir þrjár umferðir og í 14. sæti.

Tvö á sex mínútum

Víkingsliðið gekk frá leiknum á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik. Á 17. mínútu skoraði danski framherjinn Nikolaj Hansen með skoti á lofti eftir sendingu frá Karli Friðleifi Gunnarssyni.

Karl sá sjálfur um að gera

...