Þorkell Guðmundsson
Þorkell Guðmundsson

Útgáfa Óðinsauga í ár saman­stendur að mestu af barna­bókum, þó með nokkrum undan­tekningum.

Útgefandinn Huginn Þór Grétarsson hefur vakið athygli fyrir að gefa út endurgerðir og styttri útgáfur af þekktum verkum. Að þessu sinni má nefna myndskreytta styttri útgáfu af Dýrabæ eða Animal Farm eftir George Orwell.

Þá gefur hann einnig út styttri sögur af aðalpersónunum úr bókum Enid Blyton um hin fimm fræknu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða „sögur af sögupersónunum sem birtust í ritum erlendis“. Önnur þýdd verk eru fræðslubækurnar Eldfjöll og Uppfinningar.

Í ár kemur út þriðja bókin í röðinni Pabbabrandarar sem Þorkell Guðmundsson skrifar. Auk þess að innihalda pabbabrandara og myndabrandara hefur þessi nýja bók að geyma 16 vísnagátur eftir föður höfundar sem lést nýverið.

Önnur „skemmtibók“, að

...